Uppskeruhátíð Sumarlesturs 2019

Miðvikudaginn 11. September var Sumarlestrinum formlega lokið með uppskeruhátíð í bókasafninu þar sem ungum lesendum var boðið upp á að hlusta á Gunnar Helgason lesa upp úr bók sinni og ræða nýjustu bók sína Draumaþjófurinn. Að því loknu var öllum börnum boðið að lita sinn eigin tau poka.

Bókasafn Reykjanesbæjar stendur fyrir Sumarlestri barna á leik- og grunnskólaaldri yfir sumarmánuðina en það er átak sem miðar að því að hvetja börn og foreldra til lesturs yfir sumartímann. Í sumar voru þáttökumiðar í formi bingóspjalda og orðasúpu þar sem börn eru hvött til þess að lesa í 15 mínútur á dag í mismunandi aðstæðum, t.d. í rigningu, í garðinum, hlæjandi eða í bíl. Í sumar buðum við uppá líkt og fyrri sumur óvissubókapakka þar sem börn og unglingar geta fengið að láni þrjár mismunandi bækur pakkaðar inn í gjafapappír. Líkt og undanfarin ár slógu þeir rækilega í gegn. Á hverjum einasta degi var líka eitthva í boði fyrir krakka í bókasafninu, að búa til flugdreka, skutlur, lita, vinabönd og svo margt fleira. 

Í sumar drógum við svo út heppinn lesanda í hverri viku sem var verðlaunaður með gjöf frá bókasafninu. Alls voru þetta 13 börn sem fengu bók og sápukúlur frá bókasafninu í sumar.