Ungur rithöfundur í Reykjanesbæ vinnur til verðlauna
Á haustdögum 2020 héldu almenningsbókasöfnin á Suðurnesjum ritsmiðjur í öllum bæjarfélögum á svæðinu. Gunnar Helgason rithöfundur og leikari með meiru stýrði námskeiðinu og fjöldi barna tóku þátt. Sögur voru sendar í Krakkarúv og haldin var uppskeruhátíðin Sögur - Verðlaunahátíð barnanna í Hörpunni í júní sl. sem sýnd var í beinni útsendingu á RÚV. Rífleg uppskera varð á svæðinu þar sem viðurkenningar fóru til þátttakenda í flestum bæjarfélögum á Suðurnesjum. Sérstök verðlaun hlaut ung Njarðvíkurmær, Sigríður Þóra Gabríelsdóttir, fyrir sögu sína Soffía frænka.
Hér má finna viðtal við Siggu Þóru: Smellið á myndina til þess að lesa viðtalið.
Sjá tilnefningar til Söguverðlauna 2021 frá Suðurnesjabæ, í hverfum Sandgerðis og Garðinum auk Grindavíkurbæjar.
Sögur þeirra ásamt öðrum sögum eru hluti af Risastórum smásögum 2021.
Ritsmiðjurnar voru styrktar af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.