Þjónustukönnun

Þjónustukönnun

 

Um þessar mundir er verið að kanna þjónustu í Bókasafni Reykjanesbæjar með rafrænni könnun. Allir geta tekið þátt í könnuninni og er það von starfsfólks safnsins að könnunin varpi skýru ljósi á það sem gengur vel og það sem betur má fara í þjónustu safnsins. 

Það ætti ekki að taka langan tíma að svara könnuninni og eru allir notendur safnsins hvattir til að svara. Tekið skal fram að ekki er hægt að rekja svör þeirra sem svara.

 

Könnunina má nálgast hér.