Takk fyrir komuna á Ljósanótt!
Fjöldi fólks lagði leið sína í bókasafnið á Ljósanótt í Reykjanesbæ um helgina. Dagskráin var fjörug og fjölbreytt með viðburðum fyrir alla fjölskylduna.
Sýningin Ofurhetjur fara sínar eigin leiðir var formlega opnuð í Átthagastofu bókasafnins. Börnin horfðu á Lego Batman myndina og snæddu popp og djús með. Á sama tíma var uppskeruhátíð sumarlesturs og tilkynnt um hvaða skóli í Reykjanesbæ las mest í sumar. Í fyrsta sæti er Myllubakkaskóli, í öðru er Njarðvíkurskóli og í því þriðja er Holtaskóli. Til hamingju :)
Úrslit í ljóðasamkeppni Bryggjuskálda voru kunngjörð og verðlaunaljóðin lesin fyrir áhorfendur. Í lokin komu fram fjórar vaskar stúlkur sem kalla sig Fjarkarnir og röppuðu frumsamið ljóð.
Á laugardeginum kom hljómsveitin Midnight Librarian fram í Miðju safnins og spilaði fyrir gesti og gangandi. Sannarlega góð hljómsveit þarna á ferð!
Takk öll fyrir komuna á Ljósanótt!