Sumarlesturinn er hafinn í Bókasafninu.
Sumarlesturinn virkar þannig að börnin, þegar þau koma á safnið, fá veggspjald til eignar. Í hvert sinn sem þau skila bók (eða lesa bók á safninu) fá þau límmiða til að líma á veggspjaldið. Veggspjaldið er þannig að það eru 8 eyjar/lönd sem börnin ferðast á milli.
Eyjarnar eru með myndefni sem eru eftir þessum þemum:
1. spenna/hryllingur
2. grín
3. fantasía (galdrar, drekar, tröll, álfar og önnur yfirnáttúruleg fyrirbæri)
4. dýr
5. íþróttir
6. vísindi/tækni
7. fyrir langa, langa löngu (bækur sem gerast í gamla daga, víkingar, norræn eða grísk goðafræði, riddarar, sveitin)
8. teiknimyndasögur
Það verður einn límmiði fyrir hvert þema og svo einn loka-límmiði sem þau fá þegar þau eru búin að safna öllum átta límmiðunum. Þau geta annað hvort farið ákveðna leið og leyst þrautir sem eru á veggspjaldinu eða lesið bók sem tilheyrir hverju þema . Þá virkar veggspjaldið, eins og þrautaleikur eða tölvuleikur.
Verum dugleg að lesa í sumar og verið öll hjartanlega velkomin í Bókasafn Reykjanesbæjar því lestur er bestur.