Silkiþrykk námskeið í bókasafninu
20.07.2018
Laugardaginn 18. ágúst 2018 kl.13.00 verður silkiþrykk námskeið í Bókasafni Reykjanesbæjar.
Gillian Pokalo myndlistarkona frá Bandaríkjunum kennir námskeiðið en hún kennir silkiþrykk í grunnskólum ásamt því að halda vinnustofur fyrir allan aldur.
Gillian hefur haldið námskeið í bókasafninu undanfarin ár og hafa þau alltaf verið vel sótt. Landslagið á Íslandi hefur verið henni mikill innblástur og hélt hún sýningu á verkum sínum í Listastafni Reykjanesbæjar í Duus-húsum sumarið 2017.
Ókeypis er á námskeiðið en nauðsynlegt er að skrá sig þar sem takmörkuð pláss eru í boði.
Hægt er að skrá sig í afgreiðslu safnsins eða rafrænt:
SKRÁNING Á SILKIÞRYKK NÁMSKEIÐ.