Sigmundur Ernir og Viðar Hreinsson komu í heimsókn

Þriðjudaginn 13. desember komu góðir gestir í Bókasafn Reykjanesbæjar

 

 

Sigmundur Ernir Rúnarsson kom og las upp úr nýútkominni bók, Allt mitt líf er tilviljun, sem fjallar um athafnamanninn Birki Baldvinsson. Birkir bjó um hríð í Keflavík og þekkja hann margir af svæðinu. Bókin segir frá endurminningum hans og hvernig líf hans færðist úr saggafullum kjallara í hæstu byggingar heims. 

 Sigmundur Ernir

 Sigmundur Ernir Rúnarsson

 

 

Viðar Hreinsson kom og las úr bókinni Jón lærði og náttúrur náttúrunnar sem bókaforlagið Lesstofan gaf út.  Bókin fjallar um Jón Guðmundsson lærða sem var skáld, fræðimaður, læknir, náttúrufræðingur, listaskrifari, málari, tannsmiður, sjálflærður andófsmaður og fyrstur til að skrifa rit á íslensku um náttúru Íslands.

Viðar hreinsson

Viðar Hreinsson