Samkomulag milli Bókasafns Norræna hússins og Bókasafns Reykjanesbæjar

Bókasafn Norræna hússins
Bókasafn Norræna hússins

Um nokkurt skeið hefur verið farsælt samstarf milli Bókasafns Norræna hússins  og Bókasafn Reykjanesbæjar.

Samkomulag þetta felur í sér eftirfarandi hlunnindi og skyldur:

· Að íbúar með heimilisfang í Reykjanesbæ sem vilja nýta sér norrænan safnkost í Bókasafni Norræna hússins fái ókeypis bókasafnskort í safninu.

· Að lánþegar frá Reykjanesbæ sem koma í Bókasafn Norræna hússins verði skráðir jafnóðum niður á sérstakt blað og sendi frá sér í lok hvers árs  reikning fyrir bókasafnkortunum til BR.

· Að gestirnir frá Reykjanesbæ verði að koma í Bókasafn Norræna hússin til að fá safnkost að láni og skila honum þangað. Samkomulaginu er ætlað að koma í veg fyrir kostnað við póstsendingar og millisafnalán.

· Samkomulaginu er ætlað að gefa íbúum Reykjanesbæjar, sem vilja fá aðgang að norrænum safnkosti að láni, möguleika til þess þar sem það efni er ekki til í bókasafni Reykjanesbæjar.