Rómantískt bókakvöld

Rómantískt bókakvöld

 

Ástarsagnavika Bókasafns Reykjanesbæjar stóð yfir dagana 13. - 18. febrúar. Ástarsögum var gert hátt undir höfði þá vikuna, hjartalaga bókamerkjum dreift til gesta safnsins og útstillingar safnsins minntu á ástina.

Ástarsagnavikan náði hámarki fimmtudaginn 16. febrúar en þá kom Katrín Jakobsdóttir í safnið og fjallaði um ástarsögur og rómantík í bókmenntum. Hún fjallaði meðal annars um bókakápur og hvernig þær voru margar hverjar mjög keimlíkar á sjöunda og áttunda áratugnum; karlmenn horfðu beint fram sterkir og stæðilegir en konur voru gjarnan niðurlútar eða horfðu upp til karlmannsins. Einnig fjallaði hún um íslenska höfunda og sögur sem náð hafa miklum vinsældum eins og t.d. sögur Guðrúnar frá Lundi.

Framsetning Katrínar var skemmtileg og létt var yfir gestum á þessu rómantíska bókakvöldi.