Ritsmiðja með Gerði Kristnýju

Ritsmiðja

 

Vikuna 6.-9. júní verður ritsmiðja í Bókasafni Reykjanesbæjar með rithöfundinum Gerði Kristnýju. Hún hefur m.a. skrifað barnabækurnar um Prinsessuna á BessastöðumLand hinna týndu sokka og Dúkku.

 Ritsmiðjan er hugsuð fyrir börn á aldrinum 9 til 13 ára. Ritsmiðjan hefst þriðjudaginn 6. júní klukkan 09.30 og verður til klukkan 12.00, alla dagana. Nestispása verður klukkan 10.30 til klukkan 10.45 alla dagana.

Föstudagurinn 9. júní er síðasti dagur ritsmiðjunnar og verður síðasta klukkutímanum eytt í upplestur á afrakstri námskeiðisins.

 Athugið að ritsmiðjan er frí en nauðsynlegt er að skrá sig, athugið að takmörkuð pláss eru í boði.

Skráning í afgreiðslu Bókasafns Reykjanesbæjar og á heimasíðu safnsins.