Rappsmiðja með GKR á Listahátíð barna

Rappsmiðja með GKR

 

Í tilefni Listahátíðar barna í Reykjanesbæ var rappsmiðja fyrir 9 til 12 ára í Bókasafni Reykjanesbæjar sl. laugardag. Rapparinn GKR kom og leiðbeindi krökkunum að semja texta, að finna hugmyndir og að ríma. Einmuna veðurblíða var þennan dag og hófst smiðjan úti þar sem allir gátu aðeins leyft sólinni að kitla á sér nefið. 

Afrakstur námskeiðisins var hljómsveit sem kallar sig Villingarnir 13 með GKR í fararbroddi. Hljómsveitin samdi viðlag sem þið getið hlustað á hér að neðan.

 Myndasíða

rappsmiðja

Smellið á myndina og þá opnast myndskeið með viðlaginu sem hópurinn samdi.