Rafbókasafn
Rafbókasafn
Rafbókasafn hefur nú opnað fyrir lánþega Borgarbókasafnsins en þegar fram líða stundir fá önnur almenningsbókasöfn í Gegni aðgang að þjónustu Rafbókasafnsins. Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Landskerfis bókasafna og Borgarbókasafns Reykjavíkur.
Samkvæmt fréttatilkynningu frá Landskerfi bókasafna er markmiðið með Rafbókasafninu að bjóða almenningi upp á aðgang að fjölbreyttu úrvali raf- og hljóðbóka. Einnig kemur fram að enn um sinn eru flestar bækurnar á ensku en ætlunin er að bjóða upp á íslenskt efni þegar fram líða stundir. Rafbækurnar geta notendur lesið eða hlustað á í spjaldtölvum, farsímum, borðtölvum, öppum og á lesbrettum - öðrum en Kindle.
Rafbókasafnið er á slóðinni rafbokasafnid.is
Safnkosturinn er einnig aðgengilegur á leitir.is.