Opnun sýningarinnar Í fullorðinna manna tölu?

Í fullorðinna manna tölu?

 

Sýningin Í fullorðinna manna tölu? opnaði í Bókasafni Reykjanesbæjar föstudaginn 31. mars sl.

Sýning fjallar um fermingar fyrr og nú og tóku bæjarbúar þátt í sýningunni með framlagi muna og mynda. Við gerð sýningarinnar voru tekin viðtöl við fermingarbörn fyrr og nú og prestana Evu Björk Valdimarsdóttur og Erlu Guðmundsdóttur. Viðtöl þessi voru mynduð og eru gestum sýningarinnar aðgengileg á sjónvarpsskjá í Átthagastofu safnsins, þar sem sýningin er. 

 fermingarsýning

Þessar skoða gömul skeyti og fermingarkort

fermingarsýning1

Þessir frændur tóku þátt í sýningunni

fermingarsýning2

Áhugasamir gestir horfa á myndbandið

 

Sýningin verður opin fram yfir Hvítasunnu, til og með 14. júní og verður opin eins og Bókasafnið - alla virka daga frá klukkan 09-18 og frá klukkan 11 - 17 á laugardögum.

 

Enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir.