Opnun sýningar um Jamestown-strandið

Opnun sýningar um Jamestown-strandið 

Fimmtudaginn 17. nóvember opnaði sýning í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar um skip sem strandaði í Höfnum árið 1881, skipið hét Jamestown.

Skipsstrand þetta hafði mikil áhrif á líf Suðurnesjafólks og reyndar teygðu áhrifin sig enn lengra. Ástæðan fyrir þessum miklu áhrifum sem skipsstrandið hafði var sú að skipið var fullt af timbri sem var á leið frá Boston til Bretlands og átti að leggja undir lestarteina. Timbrið var selt og nýtt til húsabygginga og hefur strandið því haft áhrif á efnahag og húsakost íbúa. Einnig má leiða líkur að því að heilsa fólks hafi batnað með bættum húsakosti.

Enn standa hús sem byggð eru úr þessu timbri og má þá nefna Þorvarðarhús, sem er með elstu húsum Keflavíkur, Efra - Sandgerði, bíósal Duus húsa og fleiri hús. 

Áhugahópur um strandið var stofnaður í september 2016 og vinna meðlimir hópsins að því að fá leyfi til að menningarmerkja þessi hús og komast að því hvað varð um allan skipsfarminn. 

Hljóðfæri með gamla sál

Timbrið úr strandinu lifir einnig í tónlistarflutningi hér á landi en hljóðfærasmiðurinn Jón Marinó Jónsson nýtir timbrið við sína iðju. Hann nýtir gamalt timbrið úr Jamestown-strandinu í bassabjálka og sálir sem finna má í öllum strengjahljóðfærum. Þessir hlutar hljóðfærisins leiða víbríng sem er forsenda þess að hljóð heyrist úr hljóðfærinu. 

 

Sýningin

Á sýningunni má lesa sér til um strandið, hljóðfærin, húsin, áhugahópinn og það sem hefur fundist úr skipinu. Einnig má heyra sjávarhljóð í rýminu og á opnuninni var boðið upp á alíslenska söl. Eyþrúður Ragnheiðardóttir lék á fiðlu sem Jón Marinó lagaði til fyrir nokkru en hann setti nýja framhlið á fiðluna úr Jamestown-timbrinu.

Allar ábendingar um strandið og húsin sem byggð eru úr timbrinu eru afar vel þegnar. Netfang áhugahópsins er jamestownstrandid@gmail.com

Eytrudur

Hér sést Eyþrúður spila á fiðluna

opnun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

                                                                                                                                                                                                                                         Jóna Björk , Ásbjörn Jónsson og Hilmar Bragi. 
Eigendur

Eigendur Þorvarðarhúss, Ólafur og Álfheiður, ásamt Ingibergi þúsundþjalasmið

 

bæjarstjóri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Helgi Hólm, Helga Margrét og Kjartan Már voru sátt með sýninguna