Opnun myndverkasýningar

Myndverkasýning rithöfundarins og listamannsins Guðlaugs Arasonar opnaði fimmtudaginn 1. september í Bókasafni Reykjanesbæjar. GARASON eins og hann kallar sig býr til Álfabækur, sem eru smækkaðar bækur sem rúmast í einu myndverki, sem gjarnan líkist stofu eða bókaherbergi. Í hverri mynd er verndarálfur sem gestir eru hvattir til að leita að, stækkunargler liggja við verkin. 

 

Guðlaugur gaf út sína fyrstu skáldsögu 25 ára gamall og síðan þá hafa komið út skáldsögur, leikrit, ljóð og fleira eftir hann. Verk hans hafa notið vinsælda og verið verðlaunuð. Sýningin höfðar til allra aldurshópa og verður opin í 6 vikur.

 

Átthagastofa Bókasafns Reykjanesbæjar var einnig opnuð formlega en hún er í gömlu peningageymslunni. Í Átthagastofu verður öllu efni safnsins safnað saman sem tengist Reykjanesinu, hvort sem það eru jarðfræðibækur, skáldsögur sem gerast á svæðinu eða eftir höfunda af svæðinu, fréttir og margt fleira. Átthagastofan verður einnig notuð sem sýningarrými safnsins. 

garason-opnun

 Gestir fylgdust áhugasamir með 

garason-opnun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Guðlaugur sýnir Kjartani Má Álfabækur

 

 

garason-opnun

Guðlaug Lewis og Kjartan Már bregða á leik

garason-opnun

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi fallega fjölskylda mætti, Jóhann Kristbjörnsson, 
Anna María Cornette og Stormur Bragi 

 

garason-opnun

 

 

Þessar tóku þátt í getraun