Opnun myndlistarsýningar og fjölskyldujóga

Opnun myndlistarsýningar og fjölskyldujóga

 

Laugardagurinn 7. maí var viðburðaríkur hér í Bókasafni Reykjanesbæjar. Klukkan 11.00 var fjölskyldujóga í tilefni Listahátíðar barna í Reykjanesbæ. Börn og foreldrar tóku þátt og nutu samverunnar.

Að jóga loknu opnaði myndlistarsýningin Þetta vilja börnin sjá! í Átthagastofu bókasafnsins. Sýningin er farandsýning og er Reykjanesbær fyrsti stoppistaður frá heimavelli; Borgarbókasafninu í Gerðubergi. Á sýningunni eru sýndar myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem gefnar voru út árið 2015. Sýningin verður í 6 vikur í Bókasafni Reykjanesbæjar og allir leik- og grunnskólar hafa fengið boð á sýninguna.

Það er í fyrsta sinn sem Átthagastofa er notuð sem sýningarrými en von starfsfólks Bókasafnsins er sú að þær verði miklu fleiri, enda rýmið skemmtilegt.

 

Við hvetjum alla sem hafa kost á að koma við í Bókasafninu og skoða þessa stórskemmtilegu sýningu.