Opnun afmælissýningar Tjarnarsels

Afmælissýning Tjarnarsels var opnuð í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar fimmtudaginn 13. desember.

Starfsfólk Tjarnarsels mætti á opnuninna og fagnaði samstarfsverkefni leikskólans og bókasafnsins.

Sýningin inniheldur allt að 50 ára leikskólamuni og segir sögu leikskólans sem fagnaði 50 ára afmæli í fyrra. Sýningin er gagnvirk sem þýðir að börnum er frjálst að leika sér í rýminu.

Sýningin verður opin út mars og er Átthagastofan opin á opnunartímum bókasafnsins.

Nánari umfjöllun um sýninguna og sögu Tjarnarsels var unnin af bókasafninu og birtist í Víkurfréttum hér og hér.