Notalegt Erlingskvöld afstaðið

Erlingskvöld

 

Hið árlega Erlingskvöld var haldið í Bókasafni Reykjanesbæjar fimmtudagskvöldið 30. mars sl. á afmælisdegi Erlings Jónssonar listamanns.

Erlingskvöld var haldið í 15 sinn og er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. 

Dagskráin var svo sannarlega af betri endanum en kvöldið hófst með ljúfum tónum frá þeim Arnóri, Elmari og Dagnýju sem saman halda utan um tónleikaröðina Söngvaskáld Suðurnesja. Í nýjustu tónleikaröð þeirra fara þau yfir feril tónlistarfólksins Magnús Þórs Sigmundssonar, Ingibjargar Þorbergsdóttur og Þorsteins Eggertssonar. Þau fluttu brot af því besta fyrir gesti Erlingskvölds.

Rithöfundarnir Andri Snær Magnason, Gerður Kristný og Jónína Leósdóttir lásu úr nýjustu verkum sínum. Andri Snær las úr smásagnasafni sínu Sofðu ást mín sem kom út fyrir síðustu jól. Gerður Kristný las úr bókinni Hestvík sem einnig kom út fyrir síðustu jól. Jónína Leósdóttir las úr bókinni Stúlkan sem enginn saknaði sem kom út í janúar á þessu ári. 

Að lestri loknum fengu gestir tækifæri til að spyrja höfunda um verk þeirra og sköpunarferlið.

Andri, Gerður, Jónína

Rithöfundarnir Andri Snær, Gerður Kristný og Jónína

 

Starfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar þakkar öllum fyrir komuna og góða kvöldstund.