Notalegar sögustundir á þrem tungumálum
Í Bókasafni Reykjanesbæjar verður nú boðið upp á Notalegar sögustundir á þrem mismunandi tungumálum.
Notaleg sögustund með Höllu Karen hóf göngu sína í Bókasafni Reykjanesbæjar fyrir rétt rúmu ári síðan. Sögustundirnar með Höllu Karen eru ávallt síðasta laugardag mánaðarins klukkan 11.30. Sögustundirnar hafa vakið gífurlega lukku hjá yngri kynslóðinni og er mætingin ávallt góð.
Í Reykjanesbæ, sem og öðrum bæjarfélögum, eru fleiri tungumál töluð en bara íslenska og er vilji starfsfólks bókasafnsins að koma til móts við þarfir sem flestra. Móðurmál er öllum einstaklingum mikilvægt en það er það tungumál sem foreldrar barna tala. Sé móðurmál örvað markvisst mun það fremur auka framfarir í öðrum tungumálum fremur en að hindra þær. Ef grunnur barna í móðurmáli þeirra er góður verður það góð undirstaða fyrir lærdóm á fleiri tungumálum. Nánari upplýsingar má t.d. nálgast hér.
Ákveðið hefur verið að bæta við Notalegum sögustundum tvisvar í mánuði, einni á pólsku og annari á ensku, verða því sögustundirnar þrjár í hverjum mánuði:
Síðasta laugardag hvers mánaðar - Notaleg sögustund með Höllu Karen (næst 26. nóvember klukkan 11.30)
Fyrsta laugardag hvers mánaðar - Notaleg sögustund með Nicole (næst 3. desember klukkan 11.30)
Annan laugardag hvers mánaðar - Notaleg sögustund með Ko-Leen (næst 12. nóvember klukkan 11.30)
Næstkomandi laugardag verður því Notaleg sögustund á ensku í fyrsta sinn og ætlar Ko-Leen að lesa þrjár stutta sögur fyrir börnin: I Want My Hat Back eftir Jon Klassen, More Pies eftir Robert Munch og Alexander, who used to be rich last Sunday, eftir Judith Viorst.
Allir hjartanlega velkomnir