Notaleg sögustund með Höllu Karen

Margir njóta Notalegu sögustundanna

Síðastliðinn laugardag var margt um manninn í Bókasafni Reykjanesbæjar. Notaleg sögustund með Höllu Karen var á dagskrá en þær sögustundir eru mánaðarlega; síðasta laugardag hvers mánaðar klukkan 11.30.

 

Halla Karen las og söng úr hinni geysivinsælu Ávaxtakörfu sem öll börn í salnum þekktu. Börnin tóku undir í söngnum og mörg höfðu frá mörgu að segja varðandi ævintýri Ávaxtakörfunnar. Í Ráðhúskaffi var tilboð á barnamatseðli sem margir nýttu sér og óhætt er að segja að margt hafi verið um manninn en þegar leikar stóðu hæst voru um 120 gestir í safninu. 

 

Fyrsta laugardag hvers mánaðar eru Notalegar sögustundir á pólsku með Nicole og annan laugardag hvers mánaðar eru Notalegar sögustundir á ensku með Ko-Leen. Sögustundirnar eru alltaf klukkan 11.30 og alltaf er tilboð á barnamatseðli þegar Notalegu sögustundirnar eru. 

 

 Halla Karen

 

HK2