Notaleg sögustund með Höllu Karen
Síðasta laugardag hvers mánaðar hefur Halla Karen komið í Bókasafn Reykjanesbæjar og haldið utan um Notalega sögustund. Halla Karen velur ævintýri eða sögur úr barnadeild safnsins og leikles og syngur fyrir börn og foreldra. Síðastliðinn laugardag las Halla Karen og söng úr bókinni Latibær sem flest börn þekkja orðið sem sjónvarpsþætti.
Segja má að sögustundin sé búin að festa sig í sessi og gestafjöldinn eykst jafnt og þétt í hverri sögustund. Starfsfólk safnsins fagnar þessum frábæru móttökum og hvetur áhugasama að koma í heimsókn.
Notalega sögustundin verður í fríi yfir sumarmánuðina; júní, júlí og ágúst. Síðasta laugardag septmebermánaðar hefjast sögustundirnar aftur.
Safnið verður að sjálfsögðu opið eins yfir sumartímann eða alla virka daga frá klukkan 09.00 - 18.00 og á laugardögum frá klukkan 11.00 - 17.00.