Námskeið í origami óróagerð

Við létum ofankomuna síðastliðinn fimmtudag ekki stöðva okkur og héldum skemmtilegt origami óróa námskeið 
í Bókasafni Reykjanesbæjar. 

Það má með sanni segja að óróarnir hafi orðið jafn fjölbreyttir og þeir voru margir og gaman að sjá þá verða til.  
Meðfylgjandi eru nokkrar skemmtilegar myndir sem voru teknar af fullgerðum óróum