Nafn Tobba komið frá gamalli kærustu

Nafn Tobba komið frá gamalli kærustu

 

Miðvikudagskvöldið 18. apríl sl. kom Gísli Marteinn í Bókasafn Reykjanesbæjar og kynnti Tinna bækurnar fyrir gestum safnsins. Gísli Marteinn var mikill aðdáandi Tinna bókanna sem barn og gerði útvarpsþáttaseríu fyrir Rás 1 um bækurnar fyrir skemmstu.

Í þáttunum tók hann m.a. fyrir þemun  'Tinni og dularfullu stjórnmálaskoðanirnar', 'Tinni og leyndardómar kynjahlutverkanna' og 'Tinni í fylgsnum fordómanna'.  Gísli ræddi einnig þessi þemu í Bókasafni Reykjanesbæjar og sýndi áhugaverðar myndir úr bókunum máli sínu til stuðnings.

 

gisli

Óhætt er að segja að flestir gestanna hafi lært eitthvað nýtt um Tinna bækurnar og höfund þeirra, Hergè. Sem dæmi má nefna að kvikmyndahetjan Indiana Jones er að hluta til byggður á Tinna, persónulegt líf Hergès og blöðin sem hann vann á höfðu gríðarleg áhrif á sögurnar um hann Tinna og að nafn Tobba á frönsku, Milou, er nafn fyrstu kærustu Hergès .

 

 

 

 

 

 

 

 

 tinni

Stytta af Tinna sem safninu var fengin að láni. Styttan var keypt sem minjagripur í Kongó og er botn styttunnar eins og Afríka í laginu. Styttan er enn á safninu og allir hvattir til að líta á hana og jafnvel smella af sér einni mynd með henni. 

 

plakat

 

Kvöldið var haldið í tilefni 60 ára afmælis Bókasafns Reykjanesbæjar og liður í því að hafa fjölbreytta dagskrá fyrir gesti safnsins. Fimmtudagskvöldið 3. maí verður Ljóðakvöld með Bubba og Bjartmari sem einnig er partur af öflugri dagskrá safnsins.