Mikil prjónahlýja í Bókasafninu

Prjónahlýja

 

Verkefnið Prjónahlýja fer vel af stað en verkefnið fór formlega af stað þriðjudaginn 31. janúar sl. Verkefnið er samfélagslegt verkefni þar sem óskað eftir liðsinni bæjarbúa við að prjóna. Óskað er eftir vettlingum, sokkum og húfum fyrir leikskólabörn bæjarins. 

Það þekkja það flestir vel að litlir vettlingar og sokkar eiga það til að týnast í dagsins amstri eða hreinlega gleymast heima. Því viljum við í Bókasafni Reykjanesbæjar leggja okkar af mörkum og safna saman allri hlýjunni sem bæjarbúar hafa að gefa og útdeila til leikskólanna sem þetta þiggja. 

Hægt er nálgast garn og einfaldar uppskriftir í Bókasafni Reykjanesbæjar á opnunartíma. Síðasta þriðjudag hvers mánaðar er samvera þar sem prjónarar koma saman og eiga notalega stund. Einnig er alltaf hægt að koma með vettlinga, sokka eða húfur ef fólk kýs heldur að prjóna heima. 

Fyrsta prjónasamveran gekk vonum framar og gengur vel að safna saman prjónahlýju til leiskólabarnanna.

Prjónahlýja2

Prjónahlýja3

 

 

Prjónahlýja1