Lokað í Bókasafni Reykjanesbæjar

Sem mótvægisaðgerð vegna COVID-19 (kórónaveirunnar) var tekin ákvörðun af Reykjanesbæ, um að loka Bókasafninu frá og með mánudeginum 16. mars.

Bókasafnið er opið í dag, laugardaginn 14. mars frá 11.00 - 17.00. Í dag er því síðasti dagurinn sem hægt er að koma og byrgja sig upp af bókum fyrir lokun.

Skilalúga safnsins er við aðalinngang ráðhússins og er hægt að skila í hana hvenær sem er. Minnum á að þú getur framlengt eða endurnýjað lán á bókum í;
• gegnum síma 4216770
• tölvupóst; bokasafn@reykjanesbaer.is
• gegnum leitir.is
• gegnum skilaboð á facebook

Þannig að ef þú kemst ekki til okkar að skila, eða langar einfaldlega til þess að hafa bækurnar aðeins lengur tökum við glöð við símtölum, tölvupóstum og skilaboðum.

Sektir verða ekki rukkaðar á meðan þessi ákvörðun er í gildi.

Bestu kveðjur,
Starfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar