Litum saman gekk vonum framar

Berglind Ásgeirsdóttir spjallar við gesti safnsins
Berglind Ásgeirsdóttir spjallar við gesti safnsins

Laugardaginn 20. febrúar kom Berglind Ásgeirsdóttir í Bókasafn Reykjanesbæjar og kynnti metsölu bókina Íslenska litabókin.

Litabókin er safn fallegra verka eftir hóp listamanna sem kallar sig Gunnarsbörn en þau eru meða annars systkini, hjón, frænkur og vinir. Myndirnar eru lýsandi fyrir íslenskt landslag og umhverfi, með ævintýralegri dulúð.

Berglind sagði gestum frá tilurð bókarinnar, aðeins frá ferlinu við að gefa út litabók, litunum sem hún notar og margt fleira. Á meðan Berglind spjallaði við gesti byrjuðu lang flestir að lita en boðið var upp á úrval mynda, bæði úr Íslensku litabókinni og fleiri myndir. Tússlitir, trélitir og vaxlitir voru á boðstólnum að þessu sinni og mörg falleg li(s)taverk litu dagsins ljós.

Í lok dags voru verkin hengd upp og okkar eigin li(s)tasýningu leit dagsins ljós. Myndirnar hanga í barnahorninu og verða þar næstu tvær vikurnar. Við hvetjum gesti safnsins til að kíkja við og skoða myndirnar.

Þriðji laugardagur hvers mánaðar í Bókasafni Reykjanesbæjar mun bera yfirskriftina Litum saman.