Lifandi leikhúslestur í Bókasafni Reykjanesbæjar

Lifandi leikhúslestur

Laugardaginn 11. febrúar fór fram Lifandi leikhúslestur í Bókasafninu. Gestum safnsins var boðið að fylgjast með opinni samlesturs- og samsöngsæfingu í boði Leikfélags Keflavíkur.  Leikfélag Keflavíkur fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli Frumleikhússins með því að setja á svið tímalausa söngleikinn Litlu hryllingsbúðina. Leikstjóri verksins er Þorsteinn Bachmann og tónlistarstjóri Arnór Vilbergsson. Áhorfendur voru yfir sig hrifnir og ljóst er að uppsetningin lofar mjög góðu. Frumsýning verður 24. febrúar.

leiklestur

 

leiklestur