Lesendur mæla með bókum
12.01.2017
Lesendur mæla með bókum
Nú geta lesendur Bókasafns Reykjanesbæjar mælt með bókum fyrir aðra lesendur. Margir upplifa það á stundum að finna ekki bækur sem þeir vilja lesa og ekkert virðist áhugavert. Þá getur verið gott að leita í lista eða skoða þær bækur sem aðrir lesendur hafa mælt sérstaklega með.
Í afgreiðslu safnsins hefur verið hægt að skrifa niður nafn þeirra bóka sem gestir safnsins vilja mæla með. Nú er einnig hægt að gera það rafrænt. Hér er eyðublað þar sem einungis þarf að skrifa nafn bókar og höfundar. Bókin fer svo á listann sem má nálgast hér.