Lesandi vikunnar - Sylvía Oddný Arnardóttir
Sylvía Oddný Arnardóttir er lesandi vikunnar. Sylvía les mikið og undanfarið hefur hún lesið mikið af fornleifafræðibókum en hún útskrifast með B.A próf í faginu í haust.
Hvaða bók ertu að lesa núna?
The Deed of Paksenarrion. Fantasíubók um stelpu sem gerist málaliði eftir Elisabeth Moon.
Hver er þín eftirlætis bók?
Night watch eftir Terry Pratchett og eiginlega eru allar bækur eftir hann í uppáhaldi, eða um 90%
Hver er eftirlætis höfundur þinn?
Terry Pratchett, J.K Rowling og Tamora Pierce
Hvernig bækur lestu helst?
Margar gerðir; skáldsögur, glæpasögur, fantasíur – en það eru til margar gerðir fantasíubóka, fornleifafræðibækur og skrýtnar sérfræðibækur. Ég var t.d. að klára bók um byggingu neðanjarðar lestarkerfisins í London.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?
Monstrous Regiment eftir Terry Pratchett og Howl‘s Moving Castle eftir Diana Wynne Jones
Hvaða bók finnst þér að allir ættu að lesa?
Small Gods eftir Terry Pratchett
Hvar finnst þér best að lesa?
Alls staðar þar sem ég get mögulega sest niður, eða staðið!
Hvaða bókum viltu mæla með fyrir áhugasama lesendur?
Ég mæli með Terrier eftir Tamora Pierce, Welcome to the Night Vale eftir Jeffrey Cranor og Bókaþjófnum eftir Markus Zusak
Við þökkum Sylvíu kærlega fyrir!