Lesandi vikunnar - Helga Eiríksdóttir

Helga Eiríksdóttir er kennari í Akurskóla, hún er Lesandi vikunnar að þessu sinni.

 

Hvaða bók ertu að lesa núna?

Ég er að lesa ferðabókina Jökulsárgljúfur: Dettifoss, Ásbyrgi og allt þar á milli. Ég er að undirbúa mig fyrir göngu um Jökulsárgljúfur. Eftir gönguna ætla ég svo að demba mér í bókina Konan í blokkinni eftir Jónínu Leósdóttur

 

Hver er þín eftirlætis bók?

Ég er að fara að lesa í annað sinn bókina Me before you (e. Ég fremur en þú) eftir Jojo Moyes, einnig vil ég nefna bókina Góða nótt yndið mitt eftir Dorothy Koomson en það eru margar góðar eftir hana. Ég er hrifin af sögum með góðum fléttum sem grípa mig strax

 

Hver er eftirlætis höfundurinn þinn?

Dorothy Koomson, Arnaldur Indriðason, Yrsa og Jodi Picoult sem dæmi

 

Hvernig bækur lestu helst?

Skáldsögur og íslenskar sakamálasögur

 

Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?

Minimalískur lífstíll eftir Áslaugu Guðrúnardóttur. Ég er búin að vera að taka til síðan ég keypti bókina og henda drasli sem ég hef engin not fyrir

 

Hvaða bók ættu allir að lesa?

Mýrina eftir Arnald Indriðason.

 

Hvar finnst þér best að lesa?

Í hægindastólnum mínum heima hjá mér

 

Hvaða bækur standa upp úr sem þú vilt mæla með?

Bækurnar eftir Dorothy Koomson og bókin Luktar dyr eftir B.A Paris

 

Við þökkum Helgu kærlega fyrir og minnum á heimasíðu safnsins: sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn þar sem hægt er að mæla með Lesanda vikunnar.