Lesandi vikunnar - Garðar Sigurðsson

Fyrrum kaupmaðurinn og slökkviliðsmaðurinn Garðar Sigurðsson er lesandi vikunnar að þessu sinni. Bókin Hamingjudagar á fjöllum smituðu hann af ferðabakteríunni

 
Hvaða bók ertu að lesa núna?
 
Árbók ferðafélags Íslands 2016 – Skagafjörður austan Vatna frá Hjaltadal að Úlfsdölum. Ég hef verið í ferðafélaginu í tugi ára og hef gaman af þessum bókum.
 
Hver er þín eftirlætis bók?
 
Það er bókin um Einar Ben – Væringinn mikli
 
Hver er eftirlætis höfundurinn þinn?
 
Kristmann Guðmundsson er minn eftirlætishöfundur.
 
Hvernig bækur lestu helst?
 
Ferðabækur og ævisögur einna helst og skáldsögur öðru hvoru.
 
Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?
 
Bókin Hamingjudagar á fjöllum eftir Hallgrím Jónasson. Hallgrímur var fararstjóri og mikill og þekktur ferðamaður. Bókin er í raun frásagnir hans af ferðalagi hans um Kjalveg og Landmannalaugar. Þessi bók smitaði mig af ferðabakteríunni.
 
Hvaða bók ættu allir að lesa?
 
Það er freistandi að segja Símaskránna en þar eru t.d  leiðbeiningar um almannavarnir sem allir hefðu gott af því að lesa. En án gríns finnst mér erfitt að segja til um það, smekkur fólks er svo ólíkur.
 
Hvar finnst þér best að lesa?
 
Þegar ég er að fara að sofa á kvöldin, upp í rúmi.
 
Hvaða bækur standa upp úr sem þú vilt mæla með?
 
Bækurnar hans Peter Freuchen en hann er danskur rithöfundur og ferðamaður. Bækurnar fjalla aðallega um Grænland og Norður-Íshafið og ferðalög á þeim svæðum. Bækurnar fjalla um landnám Evrópu á þessum svæðum.
 
 
Við þökkum Garðari kærlega fyrir og minnum á heimasíðu safnsins: sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn þar sem hægt er að mæla með Lesanda vikunnar.