Lesandi vikunnar - Ásdís Kjartansdóttir

 Í hverri viku í allt sumar verður valinn Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar. Lesandi vikunnar birtist í Víkurfréttum alla fimmtudaga í sumar. Í lok hvers mánaðar fær einhver einn heppinn lesandi lestrarverðlaun. Allir sem vilja taka þátt eða mæla með lesanda þurfa að skrá sig en það er hægt að gera í afgreiðslu Bókasafnsins eða á heimasíðu safnsins: sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn

 

Lesandi vikunnar að þessu sinni er Ásdís Kjartansdóttir. Ásdís er þroskaþjálfi í Myllubakkaskóla og hún ætlar njóta sumarfrísins á ferðalagi um landið með góða bók við höndina.

 

Hvaða bók ertu að lesa núna?

 Ég var að byrja á Vertu úlfur eftir Héðinn Unnsteinsson

 

Hver er þín eftirlætisbók? 

Me before you eftir Jojo Moyes

 

Hvernig bækur lestu helst?

Spennu- og dramasögur verða helst fyrir valinu

 

Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?

Þúsund bjartar sólir eftir Khaled Hosseini

 

Hvaða bók ættu allir að lesa?

Það ættu bara allir að vera duglegir að lesa!

 

Hvar finnst þér best að lesa?

Upp í rúmi

 

Hver er uppáhalds rithöfundurinn þinn?

Einar Kárason

 

Við þökkum Ásdísi kærlega fyrir!

 

Vilt þú tilnefna næsta lesanda vikunnar ?

Komdu í afgreiðslu safnsins eða ýttu á þennan hlekk: http://sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn/thjonusta/fullordnir/lesandi-vikunnar