Kryddjurtarækt fyrir byrjendur

Margir áhugasamir kryddjurtaræktendur komu í Bókasafn Reykjanesbæjar í gærkvöldi, þriðjudaginn 12. apríl. 

Auður Rafnsdóttir, sem ættuð er af Suðurnesjum, gaf nýverið út bókina Kryddjurtarækt fyrir byrjendur. Auður hefur um árabil ræktað kryddjurtir og þá helst til matargerðar. Hún hefur viðað að sér fróðleik um efnið og heldur úti fésbókar hóp sem nefnist Áhugafólk um kryddjurtaræktun og hefur séð um sjónvarpsþátt á Hringbraut um kryddjurtarækt

Auður gaf gestum gagnleg ráð við ræktunina og svaraði spurningum fróðleiksfúsra gesta.

 

Við þökkum Auði hjartanlega fyrir komuna og óskum ykkur öllum gleðilegrar ræktunar. 

 

Kryddjurtir