Krakkajóga í Bókasafninu

Krakkajóga í Bókasafni Reykjanesbæjar

 

Laugardaginn 25. janúar sl. var boðið upp á krakkajóga í Bókasafni Reykjanesbæjar. Leikskóla- og jógakennarinn Sigurbjörg Gunnarsdóttir kenndi tímann en hún kennir m.a. börnum jóga á leikskólanum Gimli í Reykjanesbæ.

Jógatíminn var vel sóttur og mátti sjá foreldra  og eldri systkini taka þátt með yngstu börnunum. Sigurbjörg sagði sögu um sveitaferð og fléttaði þannig inn margskonar jógastöður og öndunar- og hugleiðsluæfingar.

Starfsfólki Bókasafnsins hefur nú þegar borist áskorun um að hafa annan svona tíma fljótlega. 

 

krakkajoga2

 

krakkajoga3