Krakkajóga í beinu streymi gekk vonum framar

Krakkajóga með Sibbu var í beinu streymi frá Bókasafni Reykjanesbæjar í dag. Þrátt fyrir sérstakar aðstæður með aðeins böngsum sem áhorfendur gekk vel að senda út frá krakkajóganu. Vonandi geta börn og fjölskyldur notið þess saman að gera æfingar og slökun saman í samkomubanni.

Við þökkum þeim Hrafnhildi Sigurðardóttur og Unni Örnu Jónsdóttir hjá Hugarfrelsi sem skrifuðu bókina Siggi og Sigrún hugleiða fyrir að fá að lesa upp úr bókinni og Friðriki Karlsyni tónlistarmanni fyrir að fá að spila tónlist hans undir krakkajóga.