Konungur rokksins er mættur í Bókasafnið
10.02.2023
Konungur rokksins er mættur í Bókasafnið
Nýlega opnaði sýning í Bókasafni Reykjanesbæjar um Elvis Presley, konung rokksins. Þetta er létt og skemmtileg yfirlitssýning þar sem finna má skemmtilega muni, bækur, geisladiska og fatnað frá tímabili rokkarans. Við hvetjum bæjarbúa og til þess að skunda í bókasafnið og skoða þessa áhugaverðu sýningu.
Sýningin er opin á opnunartíma safnsins. Sjón er sögu ríkari!
Kastljós kom í heimsókn á sýninguna og hefst umjöllun þeirra á 09.37 https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/kastljos/33550/a0fnj4