Komdu út að plokka!

Bókasafn Reykjanesbæjar hvetur til aukinnar umhverfisvitundar og hefur útlán á plokktöngum fyrir lánþega. Útlánatími er 7 dagar.

Minnum á Stóra plokkdaginn 24. apríl í Reykjanesbæ og því er tilvalið að skella sér á Bókasafnið og fá lánaða plokktöng til að auðvelda sér verkið.

https://www.reykjanesbaer.is/is/stjornsysla/rnb/frettir/komdu-ut-ad-plokka

Við hvetjum alla íbúa bæjarins til að taka þátt.