Jón Kalman tilnefndur til Man-Booker verðlaunanna

Á myndinni er Jón Kalman ásamt Árelíu Eydísi og Ásmundi Friðrikssyni. Myndin var tekin á Bókakonfekt…
Á myndinni er Jón Kalman ásamt Árelíu Eydísi og Ásmundi Friðrikssyni. Myndin var tekin á Bókakonfekti Bókasafns Reykjanesbæjar árið 2015.

Jón Kalm­an Stef­áns­son rithöfundur fékk tilnefningu til alþjóðlegu Man Booker-verðlaun­anna 2017. Man-Booker verðlaunin eru ein virt­ustu bók­mennta­verðlaun á heimsvísu. Tilnenfninguna fékk hann fyr­ir skáld­sög­una Fisk­arn­ir hafa enga fæt­ur sem kom út árið 2013. Bók­in kom út í enskri þýðingu Phil­ip Roug­ht­on í fyrra hjá Mac­Lehose Press. Jón Kalm­an er einn af þrett­án annarra til­nefndra rit­höf­unda sem koma frá ell­efu lönd­um. Þann 14. júní kemur í ljós hver hlýtur verðlaunin.