Jón Kalman tilnefndur til Man-Booker verðlaunanna
			
					17.03.2017			
	
	
				
									Á myndinni er Jón Kalman ásamt Árelíu Eydísi og Ásmundi Friðrikssyni. Myndin var tekin á Bókakonfekti Bókasafns Reykjanesbæjar árið 2015.
							Jón Kalman Stefánsson rithöfundur fékk tilnefningu til alþjóðlegu Man Booker-verðlaunanna 2017. Man-Booker verðlaunin eru ein virtustu bókmenntaverðlaun á heimsvísu. Tilnenfninguna fékk hann fyrir skáldsöguna Fiskarnir hafa enga fætur sem kom út árið 2013. Bókin kom út í enskri þýðingu Philip Roughton í fyrra hjá MacLehose Press. Jón Kalman er einn af þrettán annarra tilnefndra rithöfunda sem koma frá ellefu löndum. Þann 14. júní kemur í ljós hver hlýtur verðlaunin.