Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent
11.02.2016
Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær, miðvikudaginn 10. febrúar.
Gunnar Helgason hlaut verðlaun í flokknum Barna- og ungmennabækur fyrir bók sína Mamma klikk!
Í þeim flokki voru tilnefndar:
- Sölvasaga unglings eftir Arnar Már Arngrímsson
- Drauga-Dísa eftir Gunnar Theodór Eggertsson
- Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur
- Randalín, Mundi og afturgöngurnar eftir Þórdísi Gísladóttur
Einar Már Guðmundsson hlaut verðlaun fyrir bók sína Hundadagar í flokknum Fagurbókmenntir
Í þeim flokki voru tilnefndar:
- Stóri skjálfti eftir Auði Jónsdóttur
- Sjóveikur í München eftir Hallgrím Helgason
- Leiðin út í heim eftir Hermann Stefánsson
- Eitthvað á stærð við alheiminn eftir Jón Kalman Stefánsson
Í flokknum Fræðirit og bækur almenns efnis var bók Gunnars Þór Bjarnasonar valin; Þegar siðmenningin fór fjandans til - Íslendingar og stríðið mikla 1914-1918.
Í þeim flokki voru tilnefndar:
- Bókabörn eftir Dagnýju Kristjánsdóttur
- Vertu úlfur – wargus esto eftir Héðinn Unnsteinsson
- Stríðsárin 1938 – 1945 eftir Pál Baldvin Baldvinsson
- Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915 eftir Smára Geirsson
Víða hefur verið fjallað um íslensku bókmenntaverðlaunin, meðal annars á vef mbl.is og á vef Ríkisútvarpsins má hlusta á þáttinn Víðsjá en í gær var útvarpað beint frá afhendingunni. Siguróp Gunnar Helgasonar eru án efa uppáhald okkar. Hlustið hér ! (mínúta 38:05)