Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent

Mamma klikk! eftir Gunnar Helgason
Mamma klikk! eftir Gunnar Helgason

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær, miðvikudaginn 10. febrúar.

Gunnar Helgason hlaut verðlaun í flokknum Barna- og ungmennabækur fyrir bók sína Mamma klikk!

Í þeim flokki voru tilnefndar:

  • Sölvasaga ung­lings eftir Arn­ar Már Arn­gríms­son
  •  Drauga-Dísa eftir Gunn­ar Theo­dór Eggerts­son
  • Vetr­ar­frí eftir Hild­i Knúts­dótt­ur 
  • Randalín, Mundi og aft­ur­göng­urn­ar eftir Þór­dísi Gísla­dótt­ur

Einar Már Guðmundsson hlaut verðlaun fyrir bók sína Hundadagar í flokknum Fagurbókmenntir

Í þeim flokki voru tilnefndar:

  • Stóri skjálfti eftir Auði Jóns­dótt­ur
  • Sjó­veik­ur í München eftir Hall­grím­ Helga­son 
  • Leiðin út í heim eftir Her­mann Stef­áns­son 
  • Eitt­hvað á stærð við al­heim­inn eftir Jón Kalm­an Stef­áns­son

Í flokknum Fræðirit og bækur almenns efnis var bók Gunnars Þór Bjarnasonar valin; Þegar siðmenningin fór fjandans til - Íslendingar og stríðið mikla 1914-1918.

Í þeim flokki voru tilnefndar:

  • Bóka­börn eftir Dagnýju Kristjáns­dótt­ur 
  • Vertu úlf­ur – warg­us esto eftir Héðinn Unn­steins­son
  • Stríðsár­in 1938 – 1945  eftir Pál Bald­vin Bald­vins­son 
  • Stór­hvala­veiðar við Ísland til 1915 eftir Smára Geirs­son 

 

Víða hefur verið fjallað um íslensku bókmenntaverðlaunin, meðal annars á vef mbl.is  og á vef Ríkisútvarpsins má hlusta á þáttinn Víðsjá en í gær var útvarpað beint frá afhendingunni. Siguróp Gunnar Helgasonar eru án efa uppáhald okkar. Hlustið hér ! (mínúta 38:05)