Hugleiðsluhádegi fór fram í beinu streymi

Nú höfum við tvo mánudaga í röð haldið úti beinu streymi í Hugleiðsluhádegi á mánudögum kl. 12.30 með góðum áragnri. 23. mars fór Guðbjörg Jónsdóttir með okkur í létta hugleiðslu með aðstoð Zoom forritsins og 30. mars buðum við upp á Yoga Nidra með Önnu Margréti í samstarfi við Lubba Peace. Stefnt er að því að bjóða upp á Hugleiðsluhádegi aftur síðar.