Höfundur Draumalands á foreldramorgni

Arna Skúladóttir er sérfræðingur í svefni barna og höfundur bókarinnar Draumaland. Í morgun kom hún í Bókasafnið og kynnti nokkrar aðferðir í svefnþjálfun fyrir foreldra en svefn er, líkt og flestir vita, öllum lífsnauðsynlegur. Mikill fjöldi foreldra og barna hlýddu á erindi Örnu og eins og sjá má skein áhugi úr hverju andliti. 

Arna er að skrifa nýja bók um svefn barna sem kemur út seinna á þessu ári. Hún kemur örugglega til með að vera jafn vinsæl og fyrri bækur Örnu.