Heimsókn frá Slóvakíu og Noregi í Erasmus+ verkefni

Eramsus+ hópur fær kynningu á Friðheimum
Eramsus+ hópur fær kynningu á Friðheimum

Græn fræðsla og sjálfbærni fyrir íbúa /GreenEDU Study Visit Program Iceland

Dagana 29. ágúst til 3. september fengum við í Bókasafninu góða heimsókn frá vinum okkar í Slóvakíu og Noregi en þau ásamt starfsfólki safnsins vinna saman að verkefni um Græna fræðslu og sjálfbærni.
 
Auk þess að funda um verkefnið þá var farið í námsferð á Suðurlandið. Byrjað var í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Hveragerði þar sem Ágústa Erlingsdótir, brautarstjóri skrúðgarðyrkjubrautar, tók á móti hópnum. Í skólanum hefur verið unnið að villtum blómagarði þar sem notuð eru fjölbreytt fræ en þeirra mat er að best sé að nota fræ sem einnig innihalda grasfræ fyrir þéttari og betri vöxt villigarða. Villtir blómagarðar verða sífellt vinsælli á Íslandi þar sem þeir þurfa ekkert viðhald auk þess sem þeir hjálpa býflugunum!
 

Næst var haldið að Sólheimum en þar fer fram fjölbreytt starfsemi, meðal annars lífræn rækun. Þar eru ræktaðir tómatar en þau rækta þá með því að nota mold sem er sveppablönduð og kemur frá Flúðasveppum. Í sveppajarðvegi er ekki mikið af illgresi og því er þessi blanda góð fyrir vöxt platanna að þeirra mati. Jónína Kjartansdóttir sýndi hópnum verklagið, ræktunina og sagði frá hugmyndafræði ræktunnar í Sólheimum.

Í Friðheimum eru framleiddir tómatar allt árið í rafknúnum gróðurhúsum. Í dag eru þar ræktuð 2 tonn af tómötum í 10 gróðurhúsum. Þeir fá 90° heitt vatn til að hita úr nálægum holum, sameina þannig gamalt og nýtt vatn að viðeigandi hitastigi, sem leiðir til hringrásar sem er 100% grænn. Friðheimar er vinsæll veitingastaður, með áherslu á tómatsúpuna. Knútur Rafn Ármann tók á móti hópnum og kynnti starfsemina og hann lagði áherslu á að enga sóun (e. zero waste) þar sem allt sem er ræktað en óhæft til sölu er notað í eldhúsinu eða fyrir vörur í verslun.

Seinni daginn kynnti hópurinn sér Græna fræðslu og sjálfbærni í Reykjanesbæ. Byrjað var í Njarðvíkurskógum þar sem Sigurbjörg Eydís Gunnarsdóttir, leikskólakennari og jógaleiðbeinandi í leikskólanum Gimli, kynnti fyrir hópnum jóga í kennslu sem fer líka fram úti í náttúrinni. Börn og náttúra geta tengst í gegnum skynjunarleik, þar sem athygli er beitt að breytingum í náttúrunni. Útbúin var rafbókin Jóga og núvitund í vettvangsferðum sem er á íslensku, ensku og pólsku. Krakkajóga með Sibbu hefur komið í Bókasafnið við miklar vinsældir.

Fanney Margrét Jósefsdóttir er leikskólakennari á Tjarnarseli sem er grænn leikskóli og handhafi Grænfánans. Í leikskólanum eru ræktaðar kartöflur, tómatar, hvítlaukur, laukur, salat og ýmsar kryddjurtir sem eru svo matreiddar í eldhúsinu með börnum. Til að framleiða tómata og safna fræjum með það að markmiði að gróðursetja plönturnar aftur, eignuðust þeir glænýtt gróðurhús sem er á leikskólalóðinni. Einnig fá börnin að gróðursetja blóm með frjálsi aðferð þ.e. þau fá að planta blómum þar sem þau vilja, þá verða blómamynstrin fjölbreytt og hægt er að gera tilraunir með ýmsar plöntur til að rannsaka lífsferil þeirra.

Í búðnni Nándin í Reykjanesbæ er framleiðsla undir nafninu Urta Islandica, fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir te úr íslenskum jurtum auk fjölda annara vara eins og  súkkulaði og salt . Guðbjörg Lára Sigurðardóttir, sem sér um hönnun og framleiðslu í fyrirtækinu, sagði frá upphafinu,  markmiðum fyrirtækisins og framleiðslunni. Þau fylgja hugmyndafræðinni um plastlausa matvöruverslun. Þau nota ekki plast heldur Naturflex sem er lína af jarðgerðarumbúðum úr plöntum. Einnig skila viðskiptavinir öllu gleri tilbaka og þannig verður til hringrás þar sem glerið er þrifið á staðnum og endurnýtt.

Síðast en ekki síst tók hópurinn sig saman og bjó til te úr kryddjurtum úr samfélagsgarðinum við Bókasafnið. Þá var líka haldinn "pop up" viðburður þar sem gestir safnsins gátu bragðað á heilnæmu tei og grilluðum nýjum kartöflum með kryddi úr garðinum. Kartöflunar gáfu Þykkvabæjarkartöflur. Mikil og almenn ánægja var með þennan viðburð sem átti upphaflega að vera í samfélagsgarðinum á Ljósanótt í Reykjanesbæ en varð að færa inn sökum veðurs.

Að lokum hélt hópurinn til síns heima, vonandi upplýstari um þau grænu spor sem eru allt um kring :)

Vefsíða verkefnis: Nature Based Education (wordpress.com)

 

Verkefnið er styrkt af Rannís.