Glimmrandi stemmning á bókakonfekti

Fritz Már Jörgenson, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Skúli Thoroddsen og Eiríkur Páll Jörundsson
Fritz Már Jörgenson, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Skúli Thoroddsen og Eiríkur Páll Jörundsson

Í síðustu viku var margt um manninn í Bókasafni Reykjanesbæjar. Fimmtudagskvöldið 28. nóvember var haldið hið árlega Bókakonfekt. Þangað mættu fjórir rithöfundar, sem allir tengjast Suðurnesjunum á einn eða annan hátt og lásu upp úr nýútkomnum bókunum sínum. Það voru þau Árelía Eydís sem las upp úr bókinni Sara, Fritz Már Jörgenson upp úr bókinni  Líkið í kirkjugarðinum, Eiríkur Páll Jörundsson las upp úr bókinni Hefndarenglar og Skúli Thoroddsen úr bók sinni Ína. Nemendur frá tónlistarskóla Reykjanesbæjar fluttu jólalög í upphafi kvöldsins.

 Bókakonfekt barnanna fór fram föstudaginn 29. nóvember og hófst það á ljúfum jólatónum frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Því næst lásu upp úr bókum sínum þær Bergrún Íris Sævarsdóttir með bækurnar sínar Kennarinn sem Hvarf og Langelstur í bekknum og Kristín Ragna Gunnarsdóttir með bókina sína Nornasaga – Hrekkjavakan.

Ráðhúskaffi bauð gestum upp á heitt súkkulaði og piparkökur.

Bókakonfekt er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.