Glæsileg dagskrá á Erlingskvöldi

Erlingskvöld verður fimmtudaginn 31. mars í Bókasafni Reykjanesbæjar. Húsið opnar klukkan 19.45 með ljúfum tónum og smá góðgæti fyrir gesti.
Dagskráin hefst klukkan 20.00.

 

Söngvaskáld Suðurnesja Tónleikaröðin miðar að því að kynna ríkan tónlistararf á Suðurnesjum.
Sönvaskáldin 2016 eru Vilhjálmur Vilhjálmsson frá Merkinesi í Höfnum, Sigvaldi Kaldalóns sem starfaði um árabil sem héraðslæknir í Grindavík og Keflvíkingurinn Jóhann Helgason.
Flutt er tónlist frá ferli söngvaskáldanna og gefin innsýn í mótunarárin á Suðurnesjum og áhrif á íslenska tónlistarsögu.
Kynnir er Dagný Gísladóttir en flutningur laganna er í höndum Arnórs B. Vilbergssonar og Elmars Þórs Haukssonar.



Þær Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir frá Hugarfrelsi kynna einfaldar og gagnlegar aðferðir sem hjálpa börnum, unglingum og fullorðnum að takast á við kvíða, auka einbeitingu, ýta undir jákvæða hugsun og efla sjálfsmynd sína.
Erindi þeirra er byggt á bókinni Hugarfrelsi – Aðferðir til að efla börn og unglinga en þær hafa innleitt aðferðir sínar í fjölda leik- og grunnskóla landsins og einnig haldið fjölda námskeiða fyrir börn, unglinga og fullorðna undanfarin ár.
 
 
Héðinn Unnsteinson er rithöfundur og eftir hann kom út bókin Vertu úlfur árið 2015 Héðinn starfar einnig sem stefnumótunarsérfræðingur í forsætisráðuneytinu. Hann er með meistaragráðu í alþjóðlegri stefnumótun og stefnugreiningu frá Háskólanum í Bath á Englandi.
Héðinn starfaði áður sem sérfræðingur hjá heilbrigðisráðuneytinu og alþjóðaheilbrigðistmálastofnuninni (WHO). Héðinn hefur komið að geðheilbrigðismálum í tæplega 25 ár fyrst hér á landi og erlendis. Hann hefur allt í senn verið málsvari notenda og aðstandenda og unnið með grasrótarfélögum á sama tíma og hann hefur unnið með alþjóðasamtökum og ríkistjórnum einstaka landa og stofnunum að umbótum í geðheilbrigðismálum.
Héðinn átti frumkvæðið að Geðræktarverkefninu og hugmyndina að geðorðunum 10 árið 2000. Geðræktarverkefnið fékk alþjóðleg viðurkenningu árið 2004 þegar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin(WHO) og Alþjóðasamband geðheilbrigðisfélaga verðlaunuðu sem eitt af 5 bestu geðræktarverkefnum heims.
Héðinn hefur verið alþjóðlegur ráðgjafi í geðheilbrigðismálum samhliða starfi sínu á undanförnum árum og haldið hátt í 700 fyrirestra þar sem hann hefur nýtt reynslu sína, þekkingu og menntun.