Glæpasagnavika í Bókasafni Reykjanesbæjar

Glæpasögur og góðir höfundar


Mánudaginn 24. október hefst glæpasagnavika í Bókasafni Reykjanesbæjar. Glæpasögum verður gert hátt undir höfði þessa daga, glæpagetraun verður á safninu og verður safnið að einum allsherjar glæpavettvangi. Hægt verður að skila inn svörum við glæpagetraun og verða tveir heppnir vinningshafar sem fá glæpasögu að gjöf.

Fimmtudagskvöldið 27. október klukkan 20.00 koma glæpsamlega góðir gestir í heimsókn.


Glæpasagnahöfundarnir Lilja og Yrsa Sigurðardætur koma og kynna sínar nýjustu glæpasögur. Þær fjalla um áhuga sinn á glæpasögum og hvernig þeirra glæpasögur verða til.

 

Bókakápa aflausn     bokakapa-netið

Allir góðir gestir eru glæpsamlega velkomnir