Fyrsta Notalega sögustund ársins

Halla Karen las og söng söngva úr sögunni um Karíus og Baktus á fyrstu Notalegu sögustund ársins. Fjöldi fólks mætti til að hlýða á þessa klassísku sögu og ekki  mátti á milli sjá hvor aldurshópurinn skemmti sér betur, börnin eða fullorðnir.