Hápunktur glæpasagnaviku

Hápunktur glæpasagnaviku

 

Fimmtudagskvöldið 27.október komu glæpasysturnar Lilja og Yrsa Sigurðardætur í Bókasafn Reykjanesbæjar. Þær lásu báðar úr nýjustu bókum sínum og spjölluðu við gesti.

Lilja las úr nýjustu bók sinni Netið sem er framhald bókarinnar Gildran sem kom út fyrir jólin í fyrra. Yrsa tók við keflinu og las úr bókinni Aflausn sem er ekki komin úr prentun. Þær hafa báðar notið mikillar velgengni á ritvellinum en bækur Lilju hafa nú þegar verið gefnar út á ein 5 tungumál. Yrsa hefur verið lengur við ritstörf og hefur bókum hennar verið tekið gríðarlega vel um allan heim en þær hafa verið gefnar út á 35 tungumál. Yrsa hóf sinn feril sem barnabókahöfundur sem ekki margir vita. Lilja hreppti Grímuverðlaunin árið 2014 fyrir besta leikritið en það var leikritið Stóru börnin. 

Eftir lesturinn sátu þær stöllur og spjölluðu við gesti um ritstörfin, áhugann á glæpasögum, ritferlið og margt fleira. 

Lilja og Yrsa spjalla

Ber er hver að baki nema glæpasystur eigi

 

Lilja og Yrsa spjalla

Hér spjalla Yrsa og Lilja á notalegu nótunum við gesti

 

Lilja les

Lilja les úr bókinni Netið