Frábært tækifæri til útivistar

Starfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar stendur fyrir nýju verkefni sem ber heitið Tækifærisgöngur. Er það leiðsögu- og starfskona safnsins til margra ára sem leiðir göngurnar; Rannveig Lilja Garðarsdóttir eða Nanný eins og hún er gjarnan kölluð. 

Þriðjudaginn 16. febrúar hófust Tækifærisgöngur Bókasafnsins með frábæru veðri og enn betri félagsskap.

Göngurnar eru tvisvar í viku; þriðjudaga og fimmtudaga eina vikuna og mánudaga og miðvikudaga hina vikuna. Gengið er frá aðalandyri Bókasafnsins, við Tjarnargötu, klukkan 13.30 og gengið er í klukkutíma eða um það bil.

ganga1

Veðrið lék við gönguhrólfana og mátti sjá páskaliljur og krókusa kíkja upp í nokkrum görðum. Gengið var að gamla kirkjugarðinum, að nónvörðu, Duus safnahúsum, í gegnum gamla bæinn, yfir að HSS og í gegnum skrúðgarðinn.

ganga2

 

ganga3

Gangan endaði á léttum teygjum við Villabar.

ganga

 

Öll áhugasöm hjartanlega velkomin.