Foreldrar áhugasamir um uppeldi

Foreldrar áhugasamir um RIE uppeldisaðferðina

 

Fimmtudaginn 25. janúar kom Kristín Maríella í Bókasafn Reykjanesbæjar og spjallaði við foreldra um RIE uppeldisaðferðina. Margt var um manninn og foreldrar auðsjáanlega afar áhugasamir. 

RIE uppeldisaðferðin stendur fyrir Resources for Infant Educarors en oftar er Respectful eða Mindful Parenting notað. Það útleggst á íslensku sem virðingaríkt tengslauppeldi. Kristín Maríella er einn helsti sérfræðingur um RIE uppeldi á Íslandi og heldur m.a. úti vefsíðu, bloggsíðu, snapchat reikningi og facebook hóp um efnið. Fjölmargir foreldrar hafa kynnt sér þessa aðferð og eru margir fylgjendur á samfélagsmiðlum. Kristín Maríella kom í Bókasafn Reykjanesbæjar og kynnti RIE fyrir áhugasömum foreldrum.

Í Bókasafni Reykjanesbæjar eru Foreldramorgnar alla fimmtudagsmorgna frá klukkan 11 - 12 og er boðið upp á fræðslu í annað hvert skipti. Fjölmargir fyrirlesarar hafa komið og það var bersýnilegt að foreldrar í Reykjanesbæ voru afar áhugasamir um RIE uppeldisaðferðina. 

 

Næsta fimmtudag, 1. febrúar, kemur Guðný Ebba og fjallar um það hvernig hægt er að gera ungbarnamatinn hollan OG góðan.

 

RIE

Þessi krútt fóru strax að leika sér.

 

 

Kristín Maríella

Kristín Maríella tilbúin í spjall við foreldra.

 

RIE

Bókasafnið fylltist af börnum og foreldrum þennan morguninn. 

 

RIE

Mæður fylgjast áhugasamar með umræðum og ungviði.