Foreldramorgnar
06.04.2016
Foreldramorgnar eru í Bókasafni Reykjanesbæjar alla fimmtudagsmorgna frá klukkan 10.00-11.30.
Stefnt er að því að fá fræðslu fyrir foreldra í annað hvert skipti. Fræðslan miðar þá að þörfum og ummönnun ungra barna. Stofnaður hefur verið hópur á facebook fyrir foreldra sem hafa áhuga á að mæta. Áhugasamir eru hvattir til að ganga í hópinn. Sjá hér!
Fyrirhuguð dagskrá:
Fimmtudaginn 7. apríl - Kaffi, te og spjall.
Fimmtudaginn 14. apríl - Elsa Lára ungbarnanuddari kemur og ræðir um ungbarnanudd
Fimmtudaginn 21. apríl - Sumardagurinn fyrsti, Bókasafnið lokað
Fimmtudaginn 28. apríl - Margrét Knútsdóttir ljósmóðir og jógakennari kemur
Fimmtudaginn 5. maí - Uppstigningadagur, Bókasafnið lokað
Fimmtudaginn 12. maí - Skyndihjálparnámskeið á vegum Rauða krossins
Fimmtudaginn 19. maí - Kaffi, te og spjall